• Forsíða
  • Um ráðstefnuna
  • Dagskrá
  • Fyrirlesarar
  • Myndbönd
  • Ljósmyndir
  • Krækjur
  Karlar í yngri barna kennslu

Karlar í yngri barna kennslu  – Hvað ætlar þú að gera?

Föstudaginn 12. febrúar 2016 kl. 8:30-15:30 var haldin á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík ráðstefnan
Karlar í yngri barna kennslu  – hvað ætlar þú að gera?

Einungis 1% leikskólakennara eru karlkyns hér á landi.
Bæði stúlkur og drengir eiga skilið karlkyns fyrirmyndir.
Það tekur hugmyndina frá drengjum að líta á starf leikskólakennara sem framtíðarstarf þegar svo fáir karlkyns leikskólakennarar eru starfandi.
60% af launamun kynjanna má skýra með starfstengdu vali kynjanna þar sem dæmigerðar kvennastéttir eru almennt með lægri laun. Með fjölgun karlkyns leikskólakennara má leiðrétta skýrðan launamun kynjanna á vinnumarkaði að einhverju leyti.

Að ráðstefnunni stóðu Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samráðshópur karlkennara á leikskólastiginu (SKÁL), Samband íslenskra sveitarfélaga, Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) og mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Ráðstefnustjórar voru Þórður Kristjánsson, hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, og dr. Þórdís Þórðardóttir, lektor við Menntavísindasvið HÍ.
 
Ráðstefnunni var streymt á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga og má sjá upptökur af erindunum hér á vef Sambandsins. 
#karlarikennslu  á samfélagsmiðlum.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Um ráðstefnuna
  • Dagskrá
  • Fyrirlesarar
  • Myndbönd
  • Ljósmyndir
  • Krækjur